Saturday, May 12, 2012

Að skapa sitt eigið


Ég hef lengi gengið með hugmyndina að þessari tösku og byrjaði á henni fyrir nokkrum árum. Síðan tók námið við, barneignir og vinna. En loksins hefur mér gefist nægur tími til að setjast við saumavélina og sauma hitt og þetta, líkt og sést best hér á blogginu.

Í gær tók ég svo upp efnið og bútana sem þegar höfðu verið klipptir og byrjaði að sauma. Í kvöld gat ég síðan lokið verkinu. Það er alltaf jafn gaman að geta komið frá sér nokkurra ára gamalli hugmynd og ennþá betra þegar maður er ánægður með útkomuna.

Hönnun og framkvæmd er að öllu mín.

No comments:

Post a Comment