Saturday, May 12, 2012

Hobo bag


Hvað er það sem maður á aldrei nóg af ..... hmmm ... töskur og skór? Ég er alla vega á því að svo sé þó svo að maðurinn minn sé ekki ávallt sammála. En þetta tvennt er eitthvað sem verður aldrei of lítið á mann eða of stórt.

Nauðsynlegt er að eiga "nokkrar" gerðir af hvoru fyrir sig því stundum vill maður endilega láta þessa fylgihluti passa  við það sem maður klæðist.

Ég fann þessa tösku á vafri og féll algjörlega fyrir henni, ég væri til í svona og læt örugglega verða af því að gera mér eitt stykki þegar önnur verkefni sem bíða afgreiðslu eru búin :)

Þessi tegund tösku kallast Hobo bag og í þessu tilviki eru leiðbeiningar að finna á JCaroline Creative. Smelltu HÉR til að fara beint í leiðbeiningarnar/sýnikennsluna.

No comments:

Post a Comment