Wednesday, July 25, 2012

Band-trefill

Hversu margir eiga boli inni í skáp sem er löngu hætt að nota og liggja því bara í makindum sínum í hillunni?

Hér er ein af þeim fjölmörgu leiðum til þess að endurnýta þessa boli í eitthvað nýtt. Í þessu tilviki er búið að gera band-trefil úr gömlum bol. Leiðbeiningarnar má finna HÉR og kemur þetta af síðunni Rabbit food for my bunny teeth.

Monday, July 23, 2012

Breyttu til með stenslum

Það er svo margt hægt að gera með stenslum. Það er hægt að lífga upp veggi, myndaramma, kommóður, borð, skápa eða hvað eina sem manni dettur í hug með stenslum.

Hægt er að leita eftir stenslamyndum á netinu undir orðinu stencils til að finna sér myndir til að vinna með. Einnig er hægt að leita eftir sérstökum stenslum, t.d. blóma stenslum undir flower stencils o.s.frv. Þannig að ef manni langar að stensla er hægt að gera það á nokkuð ódýran hátt ... þetta er sérstaklega gaman ef maður er mikið fyrir fínvinnu og dund líkt og ég er.

Ég sjálf fór þessa leið nú um helgina og fann mér mynd til að nota. Endilega kíktu á ferlið ...

Saturday, July 21, 2012

Einföld og falleg armbönd

Rakst á þessi fallegu en einföldu armbönd sem hægt er að búa til á síðunni Honestly...WTF. Eru líka svo sumarleg. Um að gera að gera svona til að klára sumarið með.

Leiðbeiningarnar má finna HÉR.

Monday, July 16, 2012

Lausnin á snúruvandanum fundin!

Hver kannast ekki við það að vera að reyna að finna réttu snúruna fyrir tækið sem þarfnast hleðslu. Snúrurnar eru allar saman í kuðli og greiða þarf úr flækjunni.

Hér er hins vegar búið að finna lausn á vandanum sem mér finnst einstaklega sniðug og flott. Hugmyndin kemur af Better Homes and Gardens .

Friday, July 13, 2012

Æðislegar skálar

Rakst á þessar æðislegu skálar á Design Sponge og vildi endilega deila þeim með ykkur.

Leiðbeiningar um framkvæmd má finna HÉR.


Wednesday, July 11, 2012

Myrkvunargardínur fyrir lítið

Þegar næturnar verða bjartar finnst mörgum nauðsynlegt að geta dimmt herbergið sitt. Við hér á heimilinu erum einmitt þeirrar skoðunar og skunduðum því í rúmfatalagerinn til að fjárfesta í myrkvunargardínum. Þegar þar var komið fannst okkur verðið á þeim  heldur hátt og ákváðum að við myndum redda okkur öðruvísi. Eftir nokkra daga kom hugmyndasnjalli maðurinn minn með hugmynd að lausn. Sú lausn var ódýr og kostaði okkur ekki nema 2000 kr. En ódýrasta myrkvunargardínan sem við fundum sem passaði í gluggann var á 5400 kr.

Monday, July 9, 2012

Hollt túnfiskssalat

Túnfiskssalat hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá húsbónda heimilisins en gallinn við það er þetta majones, sem er víst hálfgert kransæðarkítti. Um helgina þurfti svo Bjössi að taka hálendisvakt og ég ákvað að gera túnfiskssalat án majoness og það var frábærlega gott. Ég vildi deila með ykkur uppskriftinni.

Sunday, July 8, 2012

Hafrakökur með döðlum


Eftir fæðinguna er um að gera að koma sér aftur í gott form og koma líkamanum í það ástand sem maður kýs helst.

Hingað til hef ég nær eingöngu breytt matarræðinu, engin sætindi nema á nammidögum, engir sætir gosdrykkir nema kannski á nammidögum og bara hollusta alla aðra daga. Ég hef ekki farið út í það að sleppa hveiti eða neinum matvörum, ég trúi ekki á þess konar matarræðisbreytingu. Ég trúi fremur á að allt sé gott í hófi. Og með þessum breytingum eru tæplega 8 kg farin síðan í upphafi júní (er reyndar með barn á brjósti sem hjálpar óneitanlega til).

En mig langar stundum í eitthvað í kaffitímanum og þvi bakaði ég þessar hafrakökur. Ég átti hafrakökuuppskrift en ég breytti henni nokkuð til þess að koma sem best til móts við mínar þarfir í dag. Vildi deila henni með ykkur því að mér finnst þær mjög góðar.

Friday, July 6, 2012

Auðir veggir úr sögunni!

Þar sem ég glími við þetta vandamál heima hjá mér býst ég fastlega við því að fleiri eigi við sama vandamál að stríða, auðir veggir sem maður veit ekkert hvernig á að gera við og er algjörlega hugmyndasnauður. Ég rakst hér á nokkrar fallegar hugmyndir sem maður getur nýtt sér. Sjá HÉR.
Síðan vil ég endilega minna á það að Design Star er byrjað á Skjá Einum og þar fæðast oft skemmtilegar og fallegar hugmyndir. Þættirnir eru á þriðjudögum kl. 21:10.