Wednesday, September 18, 2013

Hollt nammi

Þessar kókoskúlur eru alveg sjúklega góðar! Upphaflega uppskriftin var allt öðruvísi en ég var alltaf að betrum bæta og endaði þá með alveg nýja uppskrift og langaði að deila með ykkur þessu góðgæti!

Döðlukókoskúlur

2 dl þurrkaðar döðlur
2 msk vatn 
 - Hitað saman í potti og stappað saman þegar það hitnar. Þá er agave sýrópinu bætt út í, potturinn tekinn af hitanum og klárað að stappa döðlurnar
1/2 dl agave sýróp

Í skál er blandað saman (hrært saman)
2 1/2 til 3 dl kókosmjöl
2 dl haframjöl
4 msk kakó

Þessu tvennu er síðan blandað saman, mótaðar litlar kúlur og velt upp úr kókosmjöli. Geymist best í kæli og þá eru þær líka aðeins stífari.

Verði ykkur að góðu :)

Kveðjur og kossar, Hilja

Monday, September 16, 2013

Gjafakarfa 3 af 8 : Bíókvöldið

Þá er komið að þriðju gjafakörfunni og í þetta skiptið er það bíókarfan. Hægt er að útfæra þetta fyrir fjölskyldur (hafa þá fjölskyldumyndir), par eða stelpu (þá chick flick myndir t.d. Pitch Perfect). Síðan má skipta út örbylgjupoppinu fyrir poppmaís ef þú veist að aðilinn sem á að fá körfuna notar maísinn en ekki örbylgjupopp.

Í þessari körfu er að finna camambert ost, ritz kex, 2 bíómyndir, 2 örbylgjupoppspokar, teppi og eitt kerti fyrir kósýheitin.

Það má vel bæta við körfuna, t.d. heimagert konfekt eða bara keypt súkkulaði, poppsalt eða jafnvel poppvél (ef þú ætlar að gera ofur veglega bíókörfu).

Þessi karfa kostaði 3.073,- krónur.
- Teppi úr Ikea. Hægt að fá teppi frá 750,- kr og upp í 4.990,- kr.
- Kerti úr Ikea. Voru 4 í pakka. Kostaði 394,- kr. Svo að eitt kerti er þá á tæpar 99 kr.
- Ritz kex og camembert ostur kostuðu um 600 kr.
- 6 pakka örbylgjupopp var á 369 kr svo að hver pakki er á 62 kr.
- Bíómyndir má fá frá 150,- kr og upp í kringum 3000 kr í Elko. Þessar voru á um 500 kr hver.
- að lokum er það karfan góða á 500 kr.

Með þessu innihaldi gæti hún farið dýrast í 9.313,- og þá bara með einni bíómynd með tveimur myndum væri það 12.313,- kr. Báðar þessar upphæðir eru orðnar of háar fyrir minn smekk en körfurnar eru yfirleitt hugsaðar til að vera á verðbilinu 3.000,- til 4.500,- kr.

Hlakka til að deila fleirum körfum með ykkur fljótlega ...
... með kveðjum og kossum, Hilja

Wednesday, September 11, 2013

Fyrir þau litlu

Verð að deila með ykkur þessum yndislegu hugmyndum sem ég hef fundið og hæfa yngri kynslóðinni.

Sætasta húfa í heimi!!! Verð að gera þessa við tækifæri :)


Er ekki alltaf að verið að henda pappakössum? Nýtum þá í að gera hús fyrir börnin.


Smá fyrir blómaprinsessuna :)