Saturday, May 12, 2012

Nýtt útlit fyrir lítið


Þegar við fluttum inn í húsið okkar var ýmislegt sem okkur langaði að breyta og bæta. Okkur langar reyndar enn að breyta og bæta ýmsu en á meðan peningarnir eru ekki til varð að fara ódýru leiðirnar að lausninni. Ég deila með ykkur þessum helstu breytingum okkar sem við gerðum þegar við fluttum inn. Ljósin og eldavélin eru hins vegar ný af nálinni.
Hér fyrir ofan má sjá ganginn okkar, fyrir og eftir. Mér fannst gangurinn ógurlega langur og leiðinlegur og langaði því að brjóta hann upp með einhverjum hætti.Ég kom þá með hugmyndina að því að hafa ganginn tví litskiptann og til að skilja litina að vildi ég fá vegglista á milli þeirra, sem málaði voru beinhvítir. Munurinn á litnum á vegglistunum og efri hluta gangsins er reyndar svo lítill að hann sést varla. Eftir að ég var búin að kasta hugmyndinni fram og velja litina kom maðurinn minn þessu í verk. Við erum mjög ánægð með hvernig hann kom svo út. Gangurinn var einnig parketlagður fyrir flutning.

Hér fyrir neðan eru svo ljósin sem að eru á ganginum. Viðarliturinn fór mikið í mig og svo fór að ég tók mig til og lakkaði þau hvít.
Síðast en ekki síst verð ég að sýna ykkur eldhúsið okkar. Eldhúsinu og stofunni var skipt upp með tveimur veggjum eins og sjá má á "fyrir" myndinni. Við hjónakornin ákváðum að opna aðeins á milli og tókum annan vegginn burtu en létum hinn halda sér. Á þeim vegg sem eftir stóð settum við upp sjónvarpið.  Við skiptum einnig um loftljósin eins og sést.
Eldhúsinnréttingin sjálf er jafngömul húsinu (frá 1991). Okkur langar að skipta henni út en það verður að bíða betri tíma. Okkur líkaði engan vegin útlitið á henni og fannst við verða að gera eitthvað til að breyta henni. Ég kom þá með þá hugmynd að skipta um höldurnar. Þessar svörtu höldur fannst mér vottur um gamla tíma og kominn tími til að skipta þeim út. Einnig má sjá, ef vel er að gáð, að parketið var skemmt svo að nauðsynlegt var að parketleggja. Við (og þá meina ég manninn minn minn, afa og móðurbróður)  parketlögðum þá eldhúsið, stofuna og ganginn sameiginlega, þetta var auðvitað kostnaðarsöm breyting en óhjákvæmileg fyrir flutning.  Skipt var um viftu fyrir ofan eldavélina þar sem sú sem var fyrir var ónýt og núna nýlega skiptum við um eldavél sem maðurinn minn smíðaði í kring um.
Allar þessar breytingar (fyrir utan parket) voru mjög ódýrar en gerðu mikið fyrir heildarmyndina.
Hvernig lýst ykkur á?

No comments:

Post a Comment