Saturday, May 12, 2012

Margt smátt gerir eitt stórt



Hér til hliðar má sjá mynd af hjónaherberginu okkar ... sem ég var mjög leið á. Mér fannst það vera litlaust og algjörlega persónuleikalaust. Við náðum því í málningarprufur og hugsuðum okkur vel um hvaða lit við myndum vilja þarna inn.Fyrir valinu varð fallegur brúnn litur frá Flugger.


 Á sama tímabili fórum við í IKEA þar sem útsala var í gangi. Þar fundum við framhliðar á eldhússkápa á úsölu, hver hurð kostaði tæplega 1000 kr, alls ekki dýrt. Við erum lengi búin að vera að leita að höfuðgafli á rúmið okkar og aldrei orðið sammála ... þangað til þarna í Ikea. Þessar skápaframhliðar myndu sóma sér vel sem höfuðgaflinn á rúminu okkar.





eftir2eftir1
Þetta er svo afraksturinn.
Við erum mjög ánægð með breytinguna og núna er allt annað andrúmsloft inni í svefnherberginu okkar.  Litmeira og fegurra.
Það þarf ekki alltaf að eyða miklu til að breyta og bæta heimilið ... eina sem þarf er ef til vill hugmyndaflugið.

No comments:

Post a Comment