Friday, December 14, 2012

Fallegt og persónulegt jólaskraut

Nú þegar jólin nálgast óðum og börnin fara í jólafrí, helgarnar koma ein af annarri og kertaljósin tendruð er um að gera að setjast niður öll saman og föndra. Það þarf ekki að vera dýrt og ekki heldur mikið. Aðaltilgangurinn er að eiga saman notalega fjölskyldustund og ekki skemmir það fyrir að eignast fallegt og persónulegt jólaskraut í leiðinni. Rakst hér á röð myndbanda þar sem farið er yfir nokkrar hugmyndir að jólaskrauti. Virkilega skemmtilegar og fallegar hugmyndir. Endilega skoðið myndböndin hér að neðan.

Thursday, December 13, 2012

Að hanga á stígvélunum

Hef oft átt í vandræðum með stígvélin mín, þau hafa einhvern vegin alltaf verið fyrir, ekki getað staðið upprétt og hálarnir dottið í gegnum götin á skóhillunni. Síðan datt mér þetta í hug...er nokkuð sátt, enda loksins laus við ringulreiðina.