Saturday, May 12, 2012

Litlir kassar ...


Mér hefur alltaf fundist mandarínukassarnir svo sætir og oft viljað gera eitthvað úr þeim.

Hér má sjá einn kassann (Robin mandarínukassi) sem ég tók í yfirhalningu. Ég reif alla miða af og lakkaði hann hvítan, þurfti tvær umferðir til. Síðan lagði ég botninn ofan á gjafapappír (með innri hliðina upp) og dró útlínurnar á kassanum á gjafapappírinn. Klippti síðan eftir teikningunni og setti svo pappírinn í botninn á kassanum.


Lítið mál er síðan að skipta um útlit og finna sér nýjan gjafapappír til að setja í. Ég hef einnig stundum tekið gjafapappírinn úr og notað kassann sem brauðkassa undir snittubrauð í veislum.

No comments:

Post a Comment