Thursday, May 24, 2012

Auglýstu fjölskylduna

Ég hef alltaf verið hrifin af því þegar fólk setur margar myndir saman í ramma og lýsir þannig eitthverri sögu úr fjölskyldunni.

Okkur langaði að gera eitthvað svipað á sínum tíma en vildum ekki vera með venjulegan myndaramma og troða í hann myndum eða líma myndirnar handahófskennt á vegginn því þannig gæti komið fita og ryk á myndirnar sem myndi skemma þær.

Einn daginn kom Bjössi hins vegar heim með auglýsingastand og spurði hvort að hann myndi ekki ganga upp. Ég byrjaði að raða í hann og hér til hliðar má sjá afraksturinn. Reyndar eru myndirnar frá sumri og hausti 2009 þannig að það fer að koma tími á endurnýjun.

Okkur finnst alltaf jafn gaman þegar fólk staldrar við standinn og skoðar myndirnar. Sonurinn getur einnig eytt dágóðum tíma fyrir framan standinn og skoðað myndirnar, spáð og spekúlerað.

No comments:

Post a Comment