Saturday, May 12, 2012

Sumarkjóllinn í ár?


Nú er maður loksins farinn að finna fyrir sumrinu og tími til að leggja svörtu og þykku fötin til hliðar og taka fram þessar litríku flíkur sem leynast inni í skápunum. Léttu kjólarnir, sandalarnir og sólgleraugun horfa fram á bjartari tíma.

Ef kjólarnir eru hins vegar eitthvað fáir og maður myndi gjarnan vilja bæta aðeins í safnið, finnst kjólarnir í búðunum of dýrir ... er þá ekki um að gera að sauma sér einn sjálf/ur?Ég rambaði inn á þennan sæta sumarkjól um daginn. Lítið mál er að hafa sniðið aðeins síðara og kjóllinn er mjög einfaldur í gerð. Þessi kjóll kemur af síðu sem heitir Design Fixation og leiðbeiningarnar má finna HÉR.

Á sömu síðu má líka finna þennan frábæra kjól.  Þetta er kjóll sem má klæðast á um 10 mismunandi vegu. Þannig að hann gæti spilað stórt hlutverk í fataskápnum. Að eiga allt í einu tíu kjóla en gera bara einn er ekki slæmt. Samkvæmt Faith, þeirri sem saumar hann, á kjóllinn einungis að taka 15 mínútur í framkvæmd þannig að hann hentar einnig vel þeim sem hafa takmarkaðan tíma til að sauma.

Leiðbeiningar fyrir þennan sæta kjól má finna HÉR.

No comments:

Post a Comment