Tuesday, May 22, 2012

Pláss fyrir póstinn

Hingað til hefur pósturinn yfirleitt lent á borðinu, safnast saman þar og þegar komin er góð og myndarleg hrúga finn ég mig knúna til að taka upp möppuna og ganga frá.

Auðvitað væri það lang gáfulegast að ganga strax frá póstinum en stunudum eru bara þarfari hlutir sem bíða, eða svo segi ég sjálfri mér.

Hér er hins vegar búið að búa til ótrúlega snyrtilegt og fallegt hólf fyrir póst, bæði sem þarf að fara í póst og er að koma inn úr póstkassanum.

Spurning um að skella í einn svona þegar tími vinnst til. Ef þig langar til að gera póstvasana þá má finna leiðbeiningarnar HÉR.

No comments:

Post a Comment