Hef svo oft séð svona hjörtu út um allt, búðum, vefsíðum og heima hjá fólki. Mig hefur því lengi langað til að gera slík hjörtu til að hafa hérna hangandi heima hjá okkur.
Ég fann svo loks hið fullkomna efni, þykkt og sterkt og í litnum sem ég var að sækjast eftir. Það tók mig nokkrar tilraunir að ná því útliti á hjörtunum sem mig langaði í en að lokum fékk ég þá útkomu sem ég sóttist í.
Hér má sjá tvö af þeim hjörtum sem urðu til við tilraunastarfsemina.

Hér fyrir neðan er hugmyndin sem ég fékk með hjörtun, með þeim sem ég setti á sölusíðuna. Elska þessi hjörtu.
No comments:
Post a Comment