Tuesday, August 13, 2013

Gjafakarfa 1 af 8 - Barnakarfan

Þá er komið að fyrstu gjafakörfunni og auðvitað hefst hún á yngstu kynslóðinni.

Litlu krílin hafa lítið vit á því sem þau eru að fá og oft er gefið það sem foreldrunum finnst barninu vanta. Mér hefur því hingað til fundist afskaplega gaman að útbúa svona barnakörfur þar sem ég týni saman ýmislegt barnadót sem mér langaði til þess að gefa barninu og höfðaði til flestra þátta í lífi barnsins.

Í körfunni er
 - hundur úr Ikea : 1.690,- kr (hægt er að fá mjúkdýr fyrir um 500 kr.)
- baðendur sem ég fékk á ca. 500 kr stykkið
- handklæði úr Lín Design (ekki lengur selt en handklæði nú kosta 3.990,- kr) Einnig hægt að fá barnabaðhandklæði í Ikea á 1.490,- kr.
- Hringlulengja sem ég fékk á 500,- kr
- Bók úr safni barnanna sem ég ætla að láta ganga áfram.
- Karfa fengin úr Góða hirðinum á 500 kr.

Heildarkostnaður : Mest : 7.680, - kr.
                             Minnst : 3.990,- kr.

Það er allt í lagi að gefa dót (þá t.d. eitt hlut úr körfunni eins og ég geri) sem að börnin manns sjálf hafa átt og leyfa öðrum börnum að njóta hennar og þeirra gæðastunda sem hún gefur. Einnig er mjög gaman að láta þá fylgja með miða þar sem sagt er frá því hvaða stundir bókin hefur gefið þeirri fjölskyldu sem gefur gjöfina. Það gerir gjöfina mun persónulegri og skemmtielgri. Allavega finnst mér sjálfri persónulega mjög gaman þegar fólk gefur börnunum mínum dót (heil legt) sem hefur glatt þeirra börn.  Finnst það verulega falleg tilhugsun. Síðan er einnig mjög mikilvægt að vera með augun opin allan ársins hring fyrir hlutum sem sniðugt væri að nota eða gefa. 

Næst verður það gjafakarfa fyrir þá sem elska að elda og finnst ekkert betra en að eyða stundum í eldhúsinu þó svo að tíminn sé oft á tíðum naumur. 

Með kveðju og kossum, Hilja

No comments:

Post a Comment