Friday, July 19, 2013

Verslun sumarsins

Verð bara að deila með ykkur blómabúð sem að ég elska að fara inn í. Það eru svo margir fallegir hlutir þarna inni og ef maður lætur gera blómaskreytingu fyrir sig að þá klikkar hún aldrei.

Já, svo að það komi nú fram fyrir þá sem vilja vita að þá er ég að tala um Sjafnarblóm. Ég varð algjörlega heilluð af þessari bláu könnu og bollum, hversu falleg getur ein kanna eiginlega verið.

Ég stökk þarna inn þegar við familían vorum á leið í brúðkaupsveislu á systur mannsins míns og ég var ekki lengi að finna þennan fallega disk og yndislegu smáfugla. Ég setti þetta upp eins og ég vildi hafa allt saman og útskýrði hvernig blómaskreytingu ég vildi fá og viti menn, þegar konan kom til baka varð ég hugfangin af sköpunarverkinu. Ég gekk út eitt stórt bros yfir fullkominni þjónustu og gullfallegri gjöf sem myndi brátt fá nýja eigendur.

No comments:

Post a Comment