Ég byrjaði á því að þrífa flöskurnar og hreinsa af þeim límmiðana. Skar síðan skrúfganginn af svo opið væri örlítið víðara og auðveldara að hylja það.



Á fyrri flöskuna notaði ég Mod Podge til þess að festa servíettur á flöskuna og þetta var þá útkoman :


Á seinni flöskuna notaði ég sama veggfóður og ég gerði kassann hér um daginn (úr dótaumbúðunum) og notaði þar einnig Mod Podge til þess að festa fóðrið. Einnig breytti ég aðeins til og lét fóðrið ganga beint upp þar sem flaskan fer að þrengjast og fékk þannig beinni blómavasa.

Sýni ykkur hér ofan í flöskuna til að sjá betur hvað ég gerði.
Hver er svo ykkar úrskurður? Hvor vasinn hlýtur vinninginn í þínum augum?
Knús og kram, Hilja
Mér finnst seinni vasinn flottar, beint er betra :) knús Soffía
ReplyDelete