Sunday, August 11, 2013

Nýtileg endurvinnsla


Ég elska það að finna nýtileika í þeim hlutum sem falla til af heimili og í þessu til viki urðu Cocoa Puffs pakkar fyrir barðinu á mér. Ég þurfti auðvitað að bíða eftir því að ég gæti fengið tvo tóma pakka en hér er þessi munaður einungis leyfður á laugardögum og þá einungis einn diskur, svo að þeir pakkarnir falla ekki hratt til.

Þegar ég var svo loks komin með pakkana mína tvo þá hafði ég ekki tíma í að vinna með þá svo að þeir dvöldu þó nokkra stund inni í skáp og þegar maðurinn minn bauð mér þriðja pakkann horfði ég á hann og sagði "Hvað heldur þú að ég hafi að gera við þriðja pakkann?! Ég ætla mér ekki að safna drasli." Hann horfði því undrunaraugum á mig því fyrir honum voru þessir tveir kassar bara drasl, hvað hafði ég þá á móti þeim þriðja.

Svo loks gafst mér tími til þess að vinna að hugmynd minni en hún spratt út frá mynd sem ég sá í Bolig magasinet. Myndina má sjá hér til hliðar en askjan er ofan á kommóðunni. Ég hef síðan þá rekið augun í svipaðar öskjur.



Toppspjöld farin


Ég byrjaði á því að klippa toppspjaldið af öðru boxinu og megnið af toppspjaldinu af hinu boxinu, ég skildi um 10 cm eftir til þess að geta myndað eins konar hjarir á boxinu.

Búið að teipa'nn
Ég því næst styrkti allar hliðar og festi "hjörina" vel á með sterku teipi.


Að því loknu klæddi ég kassann með efni sem mér líkaði við og átti við höndina. Ég notað Mod Podge fyrir efni til þess að festa það en notaði það einungis undir efni. Ég setti ekki aðra umferð yfir það þar sem ég vildi ekki fá þá aðferð sem af því hlytist.  Ég klippti efnið til á þann hátt eins og ég væri að fara að pakka kassanum inn. Það gafst mjög vel í sníðunarvinnunni.

Setti síðan orlítið innvols í kassann, bara upp á útlitið þegar maður myndi opna hann og það var álíka mikill slumpreikningur hjár mér. En ég límdi innvolsið á eftir ytra laginu þar sem ég vildi að það innra myndi fela brúnirnar á efninu sem þekur kassann að utan.

Að lokum setti ég tölu á neðri partinn og festi lykkju á það efra til að geta krækt lokinu í neðri hlutann.

Lokaafurð
Ég er mjög ánægð með útkomuna og þetta er klárlega eitthvað sem nýtist mér, er strax búin að setja litla efnisbúta ofan í það en þeir hafa endalaust verið að þvælast fyrir mér ... nú verður breyting á. Þannig að tveir Cooca Puffs kassar geta alveg komið að góðum notum ...

Vonandi áttuð þið öll sömul góða helgi ... hún var það alla vega hjá mér.
Kveðja, Hilja

No comments:

Post a Comment