Friday, August 23, 2013

Gjafakarfa 2 af 8 - Fljótlega eldhúsið

Jæja, þá er komið að næstu körfu og er hún hugsuð fyrir þá sem njóta þess að vera í eldhúsinu en hafa kannski ekki alltaf tíma. Hér hef ég sett allt þurrefni sem þarf í hjónabandssælu í krukku og hengt áframhaldandi leiðbeiningar á hana (bæta við 1 eggi og 250 g af smjöri). Síðan læt ég fylgja með heimagerða rabbabarasultu. Í fyrri körfunni hef ég einnig sett Bollakökur Rikku með ásamt sleif og sleikju.


Krukka og efni í hana : 1.300 kr
Sulta : 100 kr
Sleif og sleikja (góði hirðirinn) : 500 kr
Karfa : 500 kr
2 diskaþurrkur úr Ikea : 60 kr stykkið (samtals 120 kr ... alveg heilar)
Bollakökur Rikku : 2.790 kr (má vel sleppa)
Karfa úr góða hirðinum: 500 kr.

Án Bollakökum Rikku : 3.020,- krónur
Með Bollakökum Rikku : 5.810,- krónur

Síðan gerði ég aðra útfærslu á gjafakörfunni og var þá körfunni skipt út fyrir fallega skál sem var þá partur af gjöfinni. 

Krukka og efni í hana : 1.300,- kr
Rabbabarasulta : 100 kr
Diskaþurrkurnar úr Ikea: 120 kr.
Skál (keypt í Kitchen Library) : 1.950,- kr.

Samtals : 3.490,- krónur

Skemmtileg og persónuleg gjöf.

Skrauthjörtun geri ég sjálf og hægt er að kaupa slík hjörtu frá 1.500,- kr og upp í 3.000,- krónur. Þessi á myndunum hér að ofan eru á 1.500,- kr. Hægt að sjá fleiri á Fésbókarsíðunni.

Með kveðjum og kossum, Hilja

1 comment: