Sunday, September 2, 2012

50 leiðir til að koma skipulagi á heimilið - 2. hluti

www.homedit.com
Nú er komið að öðrum hluta skipulagsins. Síðast tók ég fyrir eldhúsið og baðherbergið. Núna er komið að stofunni og svefnherberginu. Fullt af sniðugum leiðum til að auka geymslurýmið þitt og gólfplássið.

STOFAN
http://www.montedesignuk.net

17. Hafðu það margnota. Veldu húsgögn sem geta gegnt fleiri en einu hlutverki. T.d. svefnsófa í stað venjulegs sófa, sófaborð sem er hægt að breyta í matarborð o.fl.

18. Laumulegar hirslur. Veldu fótskemil sem hægt er að taka lokið af og geyma ýmislegt í, t.d. vetrarteppið, DVD og tölvuleiki. Fótskemla er einnig hægt að nota sem auka sæti.

19. Frelsaðu gólfið. Slepptu því að hafa gólflampa og skelltu frekar lömpum á veggina til að fá meiri birtu inn í rýmið.

20. Hverfandi hurðar. Slepptu þvi að hafa hurðir sem opnast inn í rýmið. Getur í staðinn fengið þér harmonikkudyr eða hengt efni fyrir og tekið það til hliðar. Síðan er líka möguleiki að sleppa hurðinni bara og hafa opið inn í stofuna. Með þessu skapast meira veggpláss og um leið gólfpláss.

21. Settu á það pils. Nýttu ónotuðu hornin með því að fá þér lítið hringborð og geyma undir því bækur og annað dót sem þú finnur ekki pláss fyrir. Settu svo á borðið dúk/efni sem nær alveg niður í gólf og felur dótið.

www.heimahusid.is
22. Nú verðuru að setja fæturnar upp á borðið. Venjulega eru sófaborð með holu rými undir því gert er ráð fyrir því að maður geti haft fæturnar undir þvi. Fáðu þér frekar sófaborð með hirslum, hillum eða skúffum. Sófaborðið gefur þér þá meira notagildi og þú hefur fullkomna afsökun fyrir því að hafa fæturnar uppi á borðinu.

23. Falið rými. Ef þig bráðvantar pláss er hægt að nota rýmið sem er undir sófanum. Fáðu þér lága kassa sem þú getur skellt undir sófann. Þarna er kjörið að koma bókum, DVD myndum, tölvuleikjum og reikningum.

SVEFNHERBERGIÐ
www.ikea.is

24. Skiptu um höfuðgafl. Veldu þér mjóan höfuðgafl sem er með geymslurými. Þannig getur þú sparað þér gólfpláss, þ.e. ekki þörf á náttborði.

www.ikea.is
25. Skrímsli undir rúminu? Nýttu plássið undir rúminu til að geyma hluti, t.d. sængurfötin. Hægt er að fá kassa á hjólum til að skella undir rúmið, t.d. í IKEA eða Rúmfatalagernum.

26. Sniðugir snagar. Nýttu autt veggpláss með snögum. Þar geturu hengt beltin, klútana, föt og margt fleira sem gott er að hafa við höndina.

27. Litlir kassar, stórir kassar. Nýttu kassana utan af skóm eða höttum. Klæddu þá að utan með fallegu efni, veggfóðri eða límrúllu (eins og var notað á barna ikea borðið) og nýttu þá undir hinu ýmsu hluti, t.d. árstíðarbundin föt.

www.shelterness.com
28. Nýttu hæðina. Láttu fataskápinn ná alveg upp og allar aðrar hirslur sem þú vilt hafa inni í svefnherberginu, t.d. vegghillur, bókaskápa o.fl.

No comments:

Post a Comment