Tuesday, September 4, 2012

50 leiðir til að koma skipulagi á heimilið - 3. hluti

Þá er komið að síðasta hlutanum þar sem ég tek fyrir krakkaherbergið, skápana, skrifstofuna og geymsluna.









KRAKKAHERBERGIÐ

www.femaleways.com

29. Gaman að taka saman. Krakkar taka yfirleitt mikið af dóti fram og til að það virðist vera skipulag á því er um að gera að hafa tiltekt skemmtilega. Það er t.d. hægt að kveikja á skemmtilegri tónlist og dansa á meðan tekið er saman.

30. Nýttu litina. Krakkar hafa gaman af björtum litum. Það er því um að gera að nýta sér það og mála skúffurnar í mismunandi litum. Þá er einnig auðveldara fyrir krakkana að muna hvar hver hlutur á heima.

31. Fjársjóðskistu trikk. Krakkar eru yfirleitt mjög hreiknir af þeim verkefnum sem þeir vinna í leikskóla/grunnskóla en það er ógerlegt að geyma öll verkin sem barnið vinnur. Geymdu verkefnin í "fjarsjóðskistu" og þegar hún verður full, fáðu barnið með þér í að velja þau verkefni sem það vill halda og hverju skal henda. Síðan er hægt að geyma mikilvægu verkin í möppu á góðum stað.

www.marthastewart.com
32. Að kenna tiltekt. Í stað þess að nöldra í sífellu yfir dóti sem liggur út um allt taktu þá upp hlutina og settu þá í box sem er merktur "sótthví" og geymdu þá í að minnsta kosti viku. Fljótlega læra börnin að bera ábyrgð á dótinu sínu og passa betur upp á að ganga frá.

33. Dótakassinn. Hafðu kassa eða körfu inni hjá barninu þar sem barnið getur sett dótið sitt í og tekið þannig til í flýti. Síðan þegar tími vinnst til er hægt að taka kassann/körfuna og ganga frá úr henni.

34. Litlar geymslur. Notaðu litlar skúffur til að geyma hinu ýmsu hluti sem finnast í krakkaherbergi, t.d. litir, skæri og stimplar. Málaðu á þá með krítarmálningu og þá er alltaf hægt að merkja þær upp á nýtt. Kassar líkt og sést á myndinni hér við hliðin á fást til að mynda í Ikea.

SKÁPARNIR OG GEYMSLAN


www.marthastewart.com
35. Haltu sængurfötunum saman. Til að halda eins sængurfötum saman og hafa línskápinn snyrtilegan er um að gera að brjóta þau þannig saman að þau komast fyrir inn í einu sængurverinu. Þannig raðast þau vel upp í skápinn og haldast alltaf saman.

36. Fáðu þér glæra kassa. Hægt er að geyma ýmislegt í glærum kössum, t.d. föt, innpökkunarefni o.fl. Auðvelt er þá að sjá hvað er í þeim og þægilegtt er að stafla þeim upp. En það er samt sem áður gott að setja merkimiða framan á kassana svo að það fari ekki á milli mála hvað er í kassanum.

37. Fullt af hillum. Hafðu frekar hillur í skápunum en hengi, þá kemst meira af fötum og hlutum fyrir í skápunum.

38. Nýttu skápahurðina. Settu snaga, hengi eða stöng innan á skápahurðina til að nýta plássið sem best. Þarna er t.d. hægt að hengja bindin eða beltin.

39. Skilrúm. Settu skilrúm innan í hillurnar til að skorða af bolina, skóna, peysurnar eða hvað eina sem þér dettur í hug.

www.marthastewart.com
40. Yfir stöng. Oft er ónýtt pláss fyrir ofan stangir í skápum. Settu hillu yfir stöngina og fáðu þannig meira pláss fyrir fötin.

41. Fáðu sérfræðing. Ef þú vilt skipta út skápunum og fá þér nýja og nýta um leið plássið  sem best skaltu fara til sérfræðinganna með innréttingar, t.d. RH innréttingar.

42. Upp með kústinn. Hengdu kústinn, moppuna og skúringargræjuna upp á vegginn með þar til gerðum klemmum og komdu þeim af gólfinu.

43. Verkfærin handlögnu. Hafðu verkfærin innan handar, þ.e. ekki of hátt uppi og í röð og reglu. Ef þú átt ekki verkfærakistu, fjárfestu þér í slíkri. Stærri verkfæri er hægt að hengja upp á vegginn. Smáhlutabox koma sér líka vel til að hafa skrúfur og nagla flokkaða.

SKRIFSTOFAN

44. Ekki láta safnast upp. Mikilvægt er að ganga frá öllum blöðum um leið og þau koma, ekki láta póstinn safnast upp því þá lítur allt svo draslaralega út.

45. Njóttu tækninnar. Í stað þess að fá reikninga senda á pappírum farðu þá yfir í rafrænt form, bæði vistvænt og minna af reikningum að ganga frá eða henda.

46. Settu upp aðstöðu. Mikilvægt er að hafa vissa tölvu/skrifstofu aðstöðu þar sem að hægt er að setjast niður og skrifa bréf, kíkja í tölvuna og ganga frá reikningum. Þá liggur ekki allt út um allt og hlutirnir fá sinn stað í aðstöðunni.
http://treptowiedevondra.blogspot.com

47. Zip it up. Fáðu þér poka sem hægt er að loka með rennilás eða einhverjum öðrum hætti. Settu ýmsa smáhluti í pokana, t.d. penna, blýanta, strokleður, usb snúrur o.s.frv.. Gataðu pokann með gatara og hafðu pokana í möppu.

48. Staflað upp. Fáðu þér blaðabox sem hægt er að stafla upp til að geyma blöð og annað sem nauðsynlegt er að hafa við höndina.

www.ikea.is
49. Fljúgandi prentari. Ef þú ert með prentarann á tölvuborðinu reyndu að koma honum upp af því. T.d. með því að setja pall ofan á borðið svo að plássið undir prentaranum nýtist betur eða nýttu vegginn og settu hillu  þar og prentarann ofan á.

50. Taktu burtu freistinguna. Fáðu þér skrifborðsaðstöðu þar sem þú lokar vinnuaðstöðunni eftir að vera búinn í tölvunni. Þannig losar þú þig við freistinguna af því að leyfa pappírum og fleiru að staflast upp.

No comments:

Post a Comment