Friday, September 21, 2012

Fljótandi bækur ...

http://dreamhomedesigns.net/
bookshelves-designs-ideas 
Ég er ein af þeim sem sé mikil verðmæti í bókum. Mér finnst gaman að eiga þær, geta horft á þær, gluggað í þær af og til og lesið þær aftur og aftur.

En þegar bókunum fjölgar þurfa þær alltaf meira og meira pláss. Svo ekki sé minnst á að maður vill yfirleitt reyna að hafa bókahillurnar sem hentugastar og fallegastar. Það fer síðan eftir því hvar bækurnar eiga að vera hvað hentar best. Til dæmist hentar það best í barnaherbergi að hafa bækurnar sýnilegar og í þeirri hæð sem gerir barninu auðvelt að skoða þær og velja.

Ég er búin að taka saman nokkrar skemmtilegar bókahillur og hugmyndir að bókahillum. Kannski að þú getir nýtt þér einhverjar af þessum hugmyndum ...



http://www.moredesignplease.com



Hér eru vinklar notaðir til að gera fljótandi bókahillu. Sniðug og skemmtileg hugmynd í svefnherbergið, stofuna og eldhúsið. Jafnvel baðherbergið ef heimilisfólkið hafa lestrarefni þar. Það eina sem maður þarf eru vinklar og skrúfur ... og jú bækurnar auðvitað.

Leiðbeiningarnar má nálgast HÉR.




http://ateacheratheart.blogspot.com






Hér eru svo Ikea kryddhillur notaðar sem bókahillur. Frábær leið til að hafa bækur sýnilega fyrir börn.






http://pontfaverger.com






Einnig er hægt að nota myndahillur (sem fást meðal annars í Ikea) til þess að hafa bækur sýnilegar og auðvelt fyrir barnið að næla sér í lesningu.



http://livethemma.ikea.se



Hér eru kasssar úr Ikea og  bréfaklemmur notaðar til að skapa skemmilega og líflega bókahillu sem gæti sómað sér vel í hvaða rými sem er. 

Leiðbeiningar má nálgast HÉR







http://designsonge.com




Það mætti halda að ég væri að auglýsa Ikea en þar er bara svo margt sniðugt og hér hefur blaðakassa verið breytt í hornhillu. Frábær hugmynd fyrir svefnherbergið sem náttborðshilla.
Leiðbeiningar má nálgast HÉR




http://pennycarnival.typepad.com

Og að lokum kemur enn ein hillan sem er sniðug inn í barnaherbergið eða jafnvel baðherbergið.

Leiðbeiningarnar má nálgast HÉR

No comments:

Post a Comment