Tuesday, August 28, 2012

50 leiðir til að koma skipulagi á heimilið - 1. hluti

Það eru margir staðir inni á heimilinu sem flokkast undir vannýtt pláss. Skúffur, skápar, veggir, loft og gólf bjóða upp á margs konar nýtingu til þess að geyma hluti. Hér er farið yfir 50 leiðir til þess að láta rýmið vinna fyrir sig. Ég skipti þessu upp í þrjá hluta og hér í fyrsta hlutanum fer ég yfir skipulag eldhússins og baðherbergisins.



Í ELDHÚSINU


www.younghouselove.com
1. Notaðu allt rými undir geymslu. Það eru sex hliðar á hverju herbergi - gólf, loft og fjórir veggir. Notaðu allar hliðarnar! Settu t.d. hillu yfir hurðarkarmana þar sem kjörið er að geyma hluti sem notaðir eru sjaldan. Settu skúffur í stað sökkla, þá skapast heilimikið rými.

2. Raðaðu frá innanverðu og út. Nýttu allt skápaplássið til fulls. Það er t.d. hægt að fá sér útdraganlegar hillur eða hengi. Einnig er hægt að nota innanverðar skáphurðirnar til þess að geyma hluti.

3. Nældu þér í auka skáp. Þarftu á stórri uppþvottavél að halda? Ef ekki, skiptu henni út fyrir aðra minni og fáðu auka skápapláss í staðinn. 

4. Hreinsaðu úr skúffu. Færðu tuskurnar og viskustykkinn úr skúffunni. Þú getur sett það í fallega körfu ofan á innréttinguna og nýtt skúffuna fremur í það að geyma lítil heimilistæki, plastbox, krydd eða önnur búsáhöld.

5. Nýttu gömlu húsráðin. Slepptu því að kaupa brúsa og flöskur af hreinsiefnum og nýttu plássið í eitthvað annað. Notaðu svo gömlu góðu húsráðin sem amma þín notaði og eru margreynd og sönnuð. Edik og vatn þrífur glugga, heimilistæki og bekki. Notaðu matarsóda sem vægt hreinsiefni á potta og vaska. 
www.kitchenedit.com

6. Nýttu veggplássið. Nýttu vegginn til að geyma ýmsa hluti. Flatar hillur eða skilrúm er hægt að nýta til að geyma pottlok. Settu stöng á vegginn og hengdu upp eldhúsáhöldin á króka. Setja stálplötu á vegginn og nýttu seguldósir til að geyma krydd eða aðra muni. 

7. Kaldar staðreyndir. Nýttu plássið í frystinum betur með því að nota kassalaga ílát í stað poka eða hringlaga íláta. 

8. Margnota heimilistæki. Þegar kemur að því að velja sér heimilistæki reyndu þá að velja það sem gefur mesta notagildið. Veldu þér til dæmis matvinnsluvél sem virkar sem blandari, rifjárn með ýmsum grófleikum, þeytari, hrærivél og matvinnsluvél. 
chippingwithcharm.blogspot.com

9. Felliborð. Fáðu þér felliborð við endann á eldhúsbekknum sem nýtist sem vinnslusvæði og skurðarbretti.

10. Pakkað. Notaðu plastbox í ísskápnum, búrinu, skápum eða skúffum til að nýta plássið sem best. 

11. Ekkert er of hátt uppi. Nýttu þér hangandi pottarekka til að hengja upp körfur þar sem hægt er að geyma hluti sem notaðir eru sjaldan eða bara á vissum árstímum, t.d. grilláhöldin.



BAÐHERBERGIÐ


marthastewart.com
12. Nýttu veggina. Hengdu upp á veggina haldara fyrir tannburstana og glös. Settu sápudisk upp á vegginn, það tekur sápuna af borðinu/vaskinum.

13. Losaðu þig við óreiðuna. Notaðu tau- eða plastbox til að geyma snyrtidót, rakvélar og fleiri smáhluti sem flæða um. Einnig hægt að nota smáhlutabox eða litlar verkfærakistur.

14. Pláss fyrir allt. Komdu skúffum inn á baðherbergið. Auðvelt er að skipuleggja þær á hagkvæman hátt með boxum og skilrúmum. Þá er líka allt dótið aðgengilegt.

eurocoecostore.blogspot.com
15. Hugsaðu út fyrir kassann. Nýttu plássið fyrir ofan hurðina og settu hillu þar. Þar er hægt að geyma hárvörur, sólarvarnir, baðvörur o.fl.

16. Rúllandi. Rúllaðu handklæðunum og þurrkunum upp í stað þess að brjóta þau saman. Þannig taka þau helmingi minna pláss og það lítur líka betur út. 

No comments:

Post a Comment