Friday, September 28, 2012

"Breytikall" húsmóðurinnar

Eigum við eitthvað að ræða það hversu sniðugt þetta er?! Við fjölskyldan vorum komin með himinhátt fjall af innkaupapokum (áður en það kom aftur bleyjubarn á heimilið) og vorum farin að endurnýta þá en þeir fóru fljótt að rifna svo að við fórum að taka líka poka úr þykku plasti en hann tekur afskaplega mikið pláss í veskinu manns.

Þess vegna finnst mér þetta svo sniðugt. Smá hólf fyrir kortið og símann (það eina sem maður þarf með sér inn í búðina) og þegar maður opnar stóra rennilásinn kemur heill sterklegur poki út!

Þetta kemur af Sew, Mama, Sew! og leiðbeiningarnar má finna HÉR.

No comments:

Post a Comment