Monday, July 23, 2012

Breyttu til með stenslum

Það er svo margt hægt að gera með stenslum. Það er hægt að lífga upp veggi, myndaramma, kommóður, borð, skápa eða hvað eina sem manni dettur í hug með stenslum.

Hægt er að leita eftir stenslamyndum á netinu undir orðinu stencils til að finna sér myndir til að vinna með. Einnig er hægt að leita eftir sérstökum stenslum, t.d. blóma stenslum undir flower stencils o.s.frv. Þannig að ef manni langar að stensla er hægt að gera það á nokkuð ódýran hátt ... þetta er sérstaklega gaman ef maður er mikið fyrir fínvinnu og dund líkt og ég er.

Ég sjálf fór þessa leið nú um helgina og fann mér mynd til að nota. Endilega kíktu á ferlið ...





Þessa mynd valdi ég. Ég prentaði hana út þannig að á lengdina passaði hún á A4 blað.









Hér er búið að skera út hvítu fletina með dúkahníf. Til hægri má sjá aðra stenslamynd sem ég er að vinna með.








Síðan stenslaði ég á skókassa sem ég hef grunnmálað svartan. Ég notaði hvíta málningu í myndina.






Þá er kassinn tilbúinn. Hann er gerður undir heimferðarfötin sem voru gerð á mömmu mína á sínum tima og nær allir afkomendur ömmu og afa síðan þá hafa farið heim í, þ.á.m. ég og báðir synir mínir.













Hér eru síðan tvær síður þar sem hægt er að skoða hugmyndir að stenslaverkefnum (báðar af www.bhg.com)

STENCIL STYLE
SWEET STENCILS FOR HOME ACCESSORIES

1 comment: