Monday, July 9, 2012

Hollt túnfiskssalat

Túnfiskssalat hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá húsbónda heimilisins en gallinn við það er þetta majones, sem er víst hálfgert kransæðarkítti. Um helgina þurfti svo Bjössi að taka hálendisvakt og ég ákvað að gera túnfiskssalat án majoness og það var frábærlega gott. Ég vildi deila með ykkur uppskriftinni.





Túnfiskssalat


3/4 til 1 dós grísk jógúrt
1 dós túnfiskur í vatni
2 egg, soðin og skorin
2 msk tómatsósa
1 msk sinnep
Season krydd (ég notaði Season kryddið frá Heima)

Byrjið á að segja bara 3/4 úr dós af grískri jógúrt og setjið öll önnur hráefni saman við. Síðan þegar þið farið að smakka til getið þið bætt við afgangnum af jógúrtinni smátt og smátt. Þar sem að gríska jógúrtin er pínu súr er mikilvægt að setja ekki of mikið af henni strax til að byrja með. Hægt er að bæta tómatsósu, sinnepi eða season kryddi aukalega við eftir hentugleika.

1 comment:

  1. Ekki nóg með að þetta var Gott heldur hélst það gott alla helgina án þess að vera í kæli það er stór plús framyfir mæjóið;)

    ReplyDelete