Wednesday, July 11, 2012

Myrkvunargardínur fyrir lítið

Þegar næturnar verða bjartar finnst mörgum nauðsynlegt að geta dimmt herbergið sitt. Við hér á heimilinu erum einmitt þeirrar skoðunar og skunduðum því í rúmfatalagerinn til að fjárfesta í myrkvunargardínum. Þegar þar var komið fannst okkur verðið á þeim  heldur hátt og ákváðum að við myndum redda okkur öðruvísi. Eftir nokkra daga kom hugmyndasnjalli maðurinn minn með hugmynd að lausn. Sú lausn var ódýr og kostaði okkur ekki nema 2000 kr. En ódýrasta myrkvunargardínan sem við fundum sem passaði í gluggann var á 5400 kr.




Við fórum í Ikea og keyptum tvö svört Polarvide teppi, sem má sjá á myndinni hér vinstra megin. Hvert stykki kostar 790 kr. Þörf var fyrir tvö teppi vegna stærðarinnar á glugganum. Síðan keyptum við gardínuhringi í Rúmfatalagernum ( radíus : innanmál 23 mm og ytra mál 39 mm). Eins hringi má sjá hér hægra megin en þeir eru stærri týpan (35,5/55,0 mm í stað 23,0/39,0 mm). Pakkinn af þessu kostaði 1400 kr þannig að stykkið er á 140 kr en maður þarf einungis að nota 3 hringi.

Miðju hringurinn og skrúfan
Ég mældi upp gluggann, saumaði teppin saman og klippti svo til að fá rétta breidd. Setti fyrsta hringinn akkúrat í miðjuna og áður en lengra var haldið setti maðurinn minn upp skrúfu undir miðja gardínustöngina og síðan var teppið sett upp á og mælt út hvar hinir tveir hringirnir ættu að koma (á sitt hvorn endann), skellt hringjunum í og skrúfur settar á réttan stað á veggnum. Skrúfurnar á sitt hvorum endanum eru á bak við gardínuna sem hangir en miðju skrúfan á hakinu sem heldur stönginni uppi svo að þessar skrúfur eru ekki áberandi.

Þetta varð til þess að við gátum varið að sofa í rökkvuðu herbergi. Við höfum notað sömu lausnina í herbergi sonarins þar sem eru tveir gluggar. Þar notaði ég svart flísteppi sem við áttum fyrir og vorum hætt að nota og gamalt dökkt sængurver sem við vorum einnig hætt að nota. Ég saumaði sængurverið tvöfalt, hefði líka getað verið þrefalt. Í því tilfelli var eini kostnaðurinn gardínuhringirnir.



1 comment: