Sunday, July 8, 2012
Hafrakökur með döðlum
Eftir fæðinguna er um að gera að koma sér aftur í gott form og koma líkamanum í það ástand sem maður kýs helst.
Hingað til hef ég nær eingöngu breytt matarræðinu, engin sætindi nema á nammidögum, engir sætir gosdrykkir nema kannski á nammidögum og bara hollusta alla aðra daga. Ég hef ekki farið út í það að sleppa hveiti eða neinum matvörum, ég trúi ekki á þess konar matarræðisbreytingu. Ég trúi fremur á að allt sé gott í hófi. Og með þessum breytingum eru tæplega 8 kg farin síðan í upphafi júní (er reyndar með barn á brjósti sem hjálpar óneitanlega til).
En mig langar stundum í eitthvað í kaffitímanum og þvi bakaði ég þessar hafrakökur. Ég átti hafrakökuuppskrift en ég breytti henni nokkuð til þess að koma sem best til móts við mínar þarfir í dag. Vildi deila henni með ykkur því að mér finnst þær mjög góðar.
Ef þið viljið mun sætari kökur er hægt að bæta við púðursykri eða sykri (ca. 1 til 1,5 dl.)
Hafrakökur með döðlum
175 gr mjúkt smjör
120 gr púðursykur
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/2 tsk kanill
1/4 tsk negull
2 egg
1 tsk vanilludropar
210 gr hveiti
2 bollar haframjöl
80-100 gr þurrkaðar og smátt saxaðar döðlur
Hitið ofninn í 175°C. Hrærið smjörið hratt í 30 sek. Bætið við púðursykri, lyftidufti, matarsóda og kryddum og hrærið saman. Bætið síðan við eggjum, vanillu og hveiti, hrærið. Að lokum setjið út í haframjölið og döðlurnar. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað.
Setjið með teskeið á plötu og þrýstið kökunum aðeins út þannig að þær verði hringlaga. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullnar á brúnunum.
Verði ykkur svo að góðu ...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment