Tuesday, June 11, 2013

Bláu augun þín, blika djúp og skær ...


Ég fékk senda þessa gullfallegu mynd frá Vilborgu Maríu Ástráðsdóttur sem hún tók af yngsta stráknum okkar. Mig langaði að gera eitthvað við hana og svo vel vildi til að ég átti blindramma inni í föndurskáp.

Ég prentaði myndina út í lit, bar Mod Podge á blindrammann, skellti myndinni á hann og slétti vel úr henni. Síðan fann ég mér gamalt dagblað og leitaði sérstaklega eftir bláum blaðsíðum og tók sömuleiðis nokkra textabúta. Ég reif þetta niður og límdi svo á rammann til þess að ramma myndina inn.

Ég er svo ánægð með útkomuna, finnst myndin fá að njóta sín og bláu blaðabútarnir ýta enn undir þennan himinbláa augnlit sonarins.

No comments:

Post a Comment