Thursday, June 13, 2013

Einmanalegu servíetturnar

Hver kannast ekki við að eiga heilan helling af servíettum inni í skáp hjá sér, eitt eða tvö stykki af hverri tegund. Ég er búin að horfa þó nokkuð á nokkrar servíettur hjá mér og hugsað með mér hvað ég gæti gert við þær. Ég gæti alveg notað þær í veislu, enginn með eins servíettu, en ég á ekki nóg af servíettum í þess konar aðferð.

Manni mínum til mikillar "ánægju" sanka ég að mér alls kyns dollum, dósum og kössum. Þar á meðal átti ég þrjár dollur utan af camembert osti. Ég tók þar fram ásamt pensli fyrir lím og Mod Podge (fæst t.d. í föndurbúðinni í Holtagörðum ... sem er meðal annars draumaveröldin mín). Tók servíetturnar í sundur en hver servíetta er oft gerð úr tveimur eða þremur lögum að pappír. Ég byrjað á að nota innsta lagið sem er yfirleitt litlaust og notað það sem fyrstu umferð á dolluna, síðan tók ég mið-pappírinn og límdi hann á og að lokum ysta lagið sem er þá með mynstrinu á.

Leyfi þessu að þorna og voilá, þá verður til þessi fallega askja. Vel hægt að nota hana til að geyma eitthvert smádót á heimilinu eða sem gjafaösku. Þannig að núna verður camembert ostur í matinn á hverju kvöldi hjá okkur .... :)

Kv. Hilja

No comments:

Post a Comment