Thursday, June 27, 2013

Ódýr og falleg hirsla til að gera heima

Mig vantar alltaf eitthverja kassa til þess að geyma smáhluti í, t.d. hárdótið eða hárvörurnar ... snyrtidótið jafnvel. En mér finnst fallegar hirslur vera svo dýrar. Ég datt niður á þetta fallega veggfóður á lagersölu sem er staðsett á Kauptúni, rúllan kostaði einungis 1500 krónur. Eftir að hafa keyrt í eftirvæntingu með það heim greip ég kassa utan af dóti sem Kári minn fékk í afmælisgjöf, skar lokið af því og límdi veggfóðrið á hann með ModPodge (fæst í föndurbúðinni í Holtagörðum t.d.). Núna prýðir hann baðherbergishilluna og geymir fyrir mig teygjur og spennur. Er mjög ánægð með hann. 

Endilega farið inn í færsluna til að sjá myndirnar og hvernig ég gerði kassann. No comments:

Post a Comment