Thursday, June 20, 2013

Með bros á vör og kamb í hári tek ég nú sumrinu mót


 Er búin að vera að leika mér að gera kamba undanfarið ... hér er t.d. einn af þeim. Síðan er spurningin hvað á maður að gera síðan við alla þessa kamba sem eru farnir að safnast upp í skáp ....

Var fengin til að gera blómaskreytingu úr blómum úr íslenskri náttúru um daginn og er nokkuð ánægð með árangurinn. Kökustandurinn er í minni eigu, hannaður af mér en smíðaður af góðvini mínum Frey Geirdal (og ég er honum óendanlega þakklát!)

 Og í tilefni þess að í dag varð ég árinu eldri ætla ég að skella líka einni mynd með af augasteinunum mínum. Ég elska þá svo heitt og innilega. Þó að veikindi hafi hamlað grósku tilfinninga gagnvart þeim yngri að þá sé ég ekki sólina fyrir honum í dag ... eitt ár getur breytt mörgu, vægast sagt.

Vona að þið séuð að njóta sumarsins og gera það sem gerir sumarið eftirminnilegt og einstakt. Fyrir okkar leiti að þá erum við búin að krossa við fjögur atriði á sumarlistanum okkar ... og eftir helgina getum við krossað við enn fleiri atriði .... það er svo gaman að merkja við!!!!


Kveð ykkur í bili, Hilja

No comments:

Post a Comment