Monday, March 11, 2013

Nýtt ár - nýtt upphaf

Jæja, loksins loksins sest ég aftur við tölvuna og hef mig til að skrifa færslu. Ég á orðið svo mikið af uppsöfnuðu efni að ég verð að fara að koma því frá mér! 

En eins og sumir vita öftruðu persónulegar ástæður mér frá því að sinna þessu en nú skal sko tekið til hendinni og haldið áfram. 

Upphafsfærslu ársins hlýtur Ikea borðlampinn GRÖNÖ. Ég átti einn slíkann hér heimafyrir og vissi ekkert hvað ég átti að gera við hann. Síðan rakst ég á föndurpappír í Söstrene Gröne og datt í hug að setja hann utan um lampann og nota sem náttborðslampa. Hann kom svo vel út að ég keypti annan lampa til að við hjónin gætum haft eins borðlampa. 


Ég er mikið búin að leita að borðlömpum sem ég er ánægð með og svo kom í ljós að þeir lampar sem ég er ánægðust með voru líka þeir ódýrustu. 

Bjössa datt svo í hug að festa rofann aftan á náttborðið svo maður þyrfti ekki að vera stöðugt að leita að honum. Rofinn er festur með tvöföldu teipi. 

Er þetta ekki bara ágætis upphaf á árinu?
 

No comments:

Post a Comment