Friday, March 22, 2013

Dýrmætu minningarnar

 Nú er komið páskafrí hjá krökkunum og í sumum tilfellum þarf að hafa ofan af fyrir þeim.

Ég ásamt samkennurum mínum erum búin að vera að vinna með hafið og dýrin þar undanfarnar vikur. Hægt er að heimfæra þessar hugmyndir heim, t.d. teikna og lita sjávardýr á blöð, mála annað blað blátt og klippa síðan dýrin og líma á bláa blaðið.

 Einnig er hægt að taka pappadiska frá síðasta sumri, teikna á þá andlit og hengja mislita pappírsstrimla á þá líkt og á myndinni hér við hliðin á. Þar er notaður tissue pappír sem armana. Þá fær barnið þessa flottu marglyttu sem er flott að hengja upp í loftið. Í skólanum fengum við alls konar marglyttur, trúðamarglyttu, strákamarglyttu, stelpu- og prinsessumarglyttur. Mikið augnayndi í stofunni hjá okkur.


Síðan er alltaf gaman í eldhúsinu. Hér er verið að gera múffur í öllum regnbogans litum og samkvæmt drengnum mínum var mjög mikilvægt hvernig samsetningin í formunum var, mikil vísindi þar.

En allt þetta skapar yndislegar minningar og góðan dag með barninu. Ég á mínar eigin minningar frá barnæskunni þar sem að mamma mín var að föndra með mér, baka og bjóða mér í "kaffi" með "barnið" mitt. Þessar minningar eru mér mjög dýrmætar og ég reyni mitt ítrasta til að endurskapa þær með mínum börnum.

No comments:

Post a Comment