Wednesday, July 2, 2014

Gulrótarkaka sem heillar


Ég hef ávallt verið mikið fyrir gulrótarkökur en þær eru mjög misjafnar. Ég er ef til vill verulega dómhörð á kökur af þessari tegund en það hefur þó skilað sér í því að ég hef fundið mér uppskrift sem ég er afskaplega ánægð með. Það vill líka svo vel til að í hvert skipti sem ég býð upp á hana er alla vega einn til tveir sem að hrósa kökunni og segja að þeir hafi sjaldan smakkað jafn góða gulrótarköku.

Eins og með alla góða hluti í lífinu að þá eru þeir enn betri ef fólk deilir þeim með öðrum og því ákvað ég að deila þessari uppáhalds gulrótarkökuuppskriftinni minni með ykkur.


Gulrótarkaka Hilju

Þessi uppskrift gefur tvo botna. Það er hægt að hafa hana tveggja hæða en ég kýs að hafa hana á einni hæð og þá fæ ég bara tvær kökur. Mér finnst hún betri þannig. 

2 bollar sykur (5 dl)
1/2 bolli matarolía (Isio eða ólífu) - (1,25 dl)
4 stór egg 

Þetta er þeytt mjög vel saman.

2 bollar hveiti (5 dl)
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1 tsk salt
2 bollar rifnar gulrætur (5 dl)

Þessu blandað saman við blautu efnin.
Hellt í tvö stór tertuform (26 cm)
Bakað við 200°C í 30-40 mín eða þar til pinninn kemur þurr upp úr.

Krem á tvo botna 
Helmingið ef þið ætlið bara að nota einn botn.

250 g rjómaostur
1/3 bolli smjör
1/2 tsk vanilludropar

Þeytt mjög vel saman

2 bollar flórsykur (5 dl)

Allt hrært saman. 


Síðan er bara að skella kreminu á kælda botnana og njóta til hins ýtrasta. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina um þessa dýrindis köku. 

Njótið!

No comments:

Post a Comment