Thursday, July 17, 2014

Kjúklingur þrisvar sinnum, annar hluti


Þá er komið að seinni réttinum sem var í raun afgangsréttur af afgangsréttinum, þeim sem ég deildi með ykkur í gær.

Ég geri það alltaf við brauð, sem að ég hef bakað sem er orðið hart, að skella því í matvinnsluvélina og rífa það niður í öreindir. Síðan sting ég því í frystinn til að bíða þess tíma þegar ég þarf að raspa eitthvað. Þetta er lang besta raspið og mér dettur í hug að kaupa rasp út í búð eftir að ég tók upp á þessu. Þetta rasp kom sér líka vel við gerð þessa rétts.

Rísottó buff

Afgangur af kjúlkingarísottóinu.
100 g beikon (má auðvitað vera meira fyrir beikonunnendur).
Egg, pískað og kryddað með salti og pipar
Rasp

Steikja beikonið á pönnu þar til það er rétt að verða stökkt, saxið það niður í bita. Hafið rísottóið í skál og blandið beikoninu við og hrærið því vel saman við. Búið síðan til lófarstór buff, veltið því upp úr egginu, því næst raspinum og steikið á pönnunni sem beikonið var steikt á (en verið búin að hella fitunni af).

Ég bar buffið fram með afgangnum af graskerinu frá kvöldinu áður og hvítlaukssósu úr grískri jógúrt (3 kúfaðar msk grísk jógúrt, 2 hvítlauksgeirar, 1 tsk hvítlauksedik, salt og pipar og þynnt út í ásættanlega þykkt með vatni). Við erum voðalega hrifin af þessari hvítlaukssósu okkar.

Þetta má auðvitað gera við öll rísottó sem gerð eru og alltaf hægt að leika sér að því að bæta út í þau.

No comments:

Post a Comment