Friday, January 3, 2014

Nýtt ár - fersk byrjun

Ég tók mér algjört frí frá skrifum í desember enda nóg að gera í vinnu og undirbúningi fyrir jól. Þetta var yndislegur tími með fjölskyldunni og gaman að vinna að því saman að gera jólagjafir fyrir nákomna ættingja, þá helst afa og ömmur. Það er árlegt hjá okkur að gera dagatal fyrir ömmur og afa með myndum af okkur yfir árið sem senn myndi líða undir lok, við það nýti ég Publisher og sendi síðan á prentsmiðju sem prentar út, gormar og gerir naglagat eða hengi fyrir nagla. Þetta nýtur ávallt jafn mikillar hylli.

Aukalega gerði sonur minn bolla fyrir ömmu og afa líkan þessum hér til hliðar sem hann gerði reyndar fyrir pabba sinn í sumar. Núna er drukkið úr nýju bollunum á hverjum morgni og mikil sæla hjá ömmunni og afanum (eða öfunum því tengdapabbi og maður mömmu minnar fengu bolla og mamma mín).

Hann gerði síðan viskastykki fyrir aðra ömmu og afa (pabba minn og konuna hans). Það má sjá hér. Hann teiknaði okkur fjölskylduna. Myndina teiknaði Grímurinn minn á blað og ég tók upp í gegn með textíl penna sem fæst í A4 t.d. Viskastykkið keypti ég í Ikea.



Að lokum langar mig að sýna ykkur púðana sem ég gerði fyrir systur mannsins míns og konuna hennar en þær giftu sig í haust. Ég sá að hluta til um skreytingar veislunnar og þurfti að hylja íþróttafélagsmerki með hvítu þykku efni. Það nýtti ég síðan í það að gera púða og tók um leið nokkur af þeim heilræðum eða skilaboðum sem þær fengu og málaði það á púðana. Ég er mjög ánægð með útkomuna og vonandi eru þær bara jafn ánægðar, mér heyrist það alla vega á þeim. :)

 Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á síðasta ári :) Hlakka til að gera nýja hluti á nýju ári og deila með ykkur.

1 comment:

  1. Vá ekkert smá flott alltasaman, hlakka til að fylgjast með komandi póstum :)

    ReplyDelete