Sunday, November 17, 2013

Halda skal hvíldardaginn heilagann

Rauk upp á heilsugæslu með yngri soninn um miðnætti vegna öndunarerfiðleika og þar sem sá eldri er með hósta og kvef og ég í sama pakka er innivera málið í dag. Fyrir liggur kósý tími yfir góðri teiknimynd og föndra jólagjafir hjá þeim eldri. Um að gera að reyna sitt allra besta til að gera gott úr ástandinu því úti er nýfallinn sléttur snjór og trén bæra ekki á sér eða eins og Grímurinn minn segir "Þau dansa ekki í dag mamma". Semsagt hið fullkomna veður til að leika sér úti í snjónum.


Vildi óska þess að þetta væri í ofninum akkúrat núna. Lambalæri fyllt með basilíku og hvítlauk (gerði skurði og stakk ofan í). Við fengum okkur það síðustu helgi og buðum bróður mínum í mat. Þetta var tryllingslega gott, borið fram með smjörsteiktum kartöflum og rjómalagaðri sveppasósu. Ætli maður verði ekki aðeins að draga úr kröfunum þegar veikindi ber að garði ...


Knús og kram, Hilja


No comments:

Post a Comment