Sunday, January 26, 2014

Mexikanskur hamborgari með öðruvísi sveiflu

Bjó til þennan yndislega góða og djúsí hamborgara fyrir okkur hjónakornin um daginn og hann rann svoooo vel niður.

Vildi því deila með ykkur uppskriftinni af þeim.

Mexíkanskur borgari

400 gr nautahakk (ég nota alltaf beint frá býli)
3-5 msk Sweet Chili
1 dl mexíkanskur ostur

Blandað saman og búnir til tveir borgarar. Steiktir og þegar þeim er snúið við er skellt nóg af ostsneiðum til að þekja þann velilmandi :)

Á meðan borgarnarnir eru í steikingu er um að gera sósuna og hún heitir :

Grísk taco sósa

3 msk taco sósa (af þeim styrkleika sem þið viljið ... ég með minn viðkvæma maga nota Mild)
4 kúfaðar msk grísk jógurt

Þessu er hrært saman og þá verður hin undursamlega sósa til.

Síðan er bara að púsla borgurunum saman :

hamborgarabrauð (sem ég set í ristavélin)
sósa
grænmeti að eigin vali
borgari
sósa
hamborgarabrauð

Þar sem við höfum hætt því að borða franskar fáum við okkur salat til hliðar :)

Verði ykkur að góðu ... því þeir eru svakalega góðir svo ég segi sjálf frá.

Knús og kram, Hilja.

No comments:

Post a Comment