Sunday, November 3, 2013

Úr bók má mat gera ...

Þessi bók er í uppáhaldi hjá mér. Ég fékk hana í jólagjöf frá strákunum mínum og er mikið búin að skoða hana, prófa uppskriftir og útfæra á minn hátt því eins og þeir sem eru nákomnir mér vita að þá á ég mjög erfitt með að fara eftir uppskrift. Sem er kannski bara góðs viti því að maður á að laga uppskriftirnar að sínum þörfum, bragðlaukum og vilja. Engin uppskrift er heilög. Það er líka skemmtilegt að hafa einn dag í viku þar sem er prófað eitthvað algjörlega nýtt. Við höfum haft tilraunalaugardaga þegar færi hefur gefist og okkur finnst alveg afskaplega skemmtilegt að upplifa nýja matargerð. Stundum liggjum við á meltunni á eftir, í önnur skipti er hafður eftirréttur til að fylla upp í magann.

Ég setti hérna inn um daginn uppskrift af beikonvöfðum kjúklingi. Ég átti smá afgang af kjúklingakótelettenum sem ég gerði fyrir strákana (á meðan við hjónin fengum unaðskjúklinginn ... ) og helling af hrísgrjónum. Ég var síðan að glugga í þessa bók og rakst á rísottó á meðan ég var að hugleiða hvað ég ætti að hafa í kvöldmatinn. Ég ákvað því að nota afganginn síðan kvöldið áður og bjó til rísottó úr hrísgrjónunum, kjúklingnum, afgangsbeikoninu, afgangs gráðuostinum og bætti við rauðlauki. Mér finnst svo gaman að gera góðan afgangsrétt og þessi réttur var ekkert mikið síðri en upphaflegi rétturinn. Með réttinum fékk síðan að fylgja hvítlaukssósan frá kvöldinu áður og salat.

Bon appetit :)

Knús og kram, Hilja


No comments:

Post a Comment