Saturday, November 2, 2013

Jólastjarna úr pappírsgoggum


Úr 6 pappírsgoggum er hægt að búa til falleg jólastjörnu. Vantaði þig ekki örugglega eitthvað að gera fyrir jólin? Hægt er að nota alls konar litaðan pappír eða jafnvel mála létt með pensli yfir, ég hef stundum málað með gylltri eða silfurlitaðri málningu en þá bara strokið létt yfir með penslinum. 

Endilega kíktu neðar til að sjá hvernig svona jólastjarna er gerð .... ekki verra ef þú skilur eftir þig spor í ummælum ... 
Úr einu blaði eru gerðir 4 goggar. Skiptu blaðinu því í fjóra ferhyrninga og úr þeim gerir þú fjóra ferninga.

Því næst eru hornin öll brotin inn að miðju, blaðinu snúið síðan við og hornin brotin aftur inn að miðju .

Tekur síðan undir hornin þar sem þau voru brotin fyrst og réttir úr þannig að úr verði goggur eins og hér til hliðar. Endurtakið þetta 6 sinnum.

Þegar allir goggarnir eru tilbúnir þarf að fara að líma þá saman. (Ég nota fljótandi hvítt föndurlím, ekki límstifti, þau eru ekki nógu og sterk eða fljótvirk) Límdar eru hliðarnar saman á goggunum. Þannig að eftir að hafa límt fyrstu tvo saman ætti verkefnið að líta svona út : 


Þá er bara aað taka næsta gogg og líma hann við. Þið sjáið hér að neðan að einn hluti goggsins hefur verið límdur í samskeytin þar sem hinir tveir voru límdir saman.


Því næst eru tvær af hliðum þriðja goggsins límdar saman við sitt hvorn gogginn sem fyrir er. Þá ætti þetta að líta svona út :


Þegar fjórði goggurinn er límdur við skelli ég einnig borða með á milli, bind hnút á þann enda sem er inni í stjörnunni svo að hann renni ekki úr. 


Þetta snýst síðan um að láta hliðar gogganna passa saman.  Hér að neðan er búið að setja fjórða gogginn við.


Þegar fimmti goggurinn hefur verið límdur við ætti að vera greinilegt að aðeins einn goggur komist í viðbót. Honum er þá skellt inn í "holuna" sína. Það þarf að halda vel við hérna svo að hann límist við því blöðin vilja gjarnan leita í sitt hvora áttina. Þegar allir goggarnir eru komnir saman ættir þú að vera komin með þessa fallegu jólastjörnu :Þá er bara um að gera að búa til fleiri og hengja þær til að mynda í gluggann. Gaman er þá að hafa mismunandi lengd á böndunum til að skapa brot í skreytingunni.

Knús og kram, Hilja

No comments:

Post a Comment