Nú fer að líða að sumri og margir hverjir örugglega farnir að sjá fram á að gera eitthvað hverja einustu helgi.
Það er þó mikilvægt að gleyma hvorki sjálfum sér né fjölskyldunni. Við hér á þessu heimili gerðum tékklista yfir allt sem okkur langar að gera í sumar og ætlum okkur að gera.
Við ætlum t.d. í tjaldútilegu (ósk eldri sonarins) í Fossatún, búa til rabbabarasultu, ís til að borða á góðviðrisdegi og halda grillpartý fyrir einhverja sem við vitum ekki enn hverjir verða. Það er svo margt skemmtilegt sem við bíðum eftir að fá að gera saman.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj8hvl21ysFAOC2BMPQenwQpKgm5ewh6q-ToGIcRdrhNEyzypwZdXwa9CpqE-i529Rjf5xDprJytf9_Zoj4poDAYh3luq2VcvMEds_1V3sxuV5VPARLLDul_MIsYlJnQgmTz2T8sb9CnUY/s1600/sumarlistinn_tomur.jpg)
Það er líka afskaplega gaman að kíkja á hann, þá finnur maður fyrir tilhlökkuninni fyrir sumrinu. Síðan eftir sumarið sér maður hvað margt skemmtilegt var gert yfir sumarið.
Ég gerði þennan lista í Microsoft Publisher.
Hér er síðan tómur listi sem þið getið prentað út og fyllt inn með ykkar eigin hugmyndum, óskum og vilja.
Gleðilegt sumar!
No comments:
Post a Comment