Sunday, November 11, 2012

Meira fyrir minna ... í peningum og kaloríum

Eftir að ég átti seinni strákinn minn ákváðum við hjónakornin að taka matarræðið okkar í gegn. Við viljum bjóða börnum okkar upp á hollan og góðan mat, helst sem má borða eins mikið af og hægt er. Við erum ekki efnamikil og þar sem hollar vörur kosta oft dágóðan pening verður maður að reyna að gera sem best úr sem minnstu. Ég ætla hér að deila með ykkur tveimur aðalréttum og einum eftirrétti (sem virkar líka vel í kaffinu), sem voru aðeins gerðir fyrir einn þannig að auðvelt er að margfalda upp í þann fjölda sem óskað er.

Ég elska eplapæið mitt út í hið endalausa og get ekki fengið nóg af því. Með hina réttina þarf ég einungis að breyta kryddunum aðeins og ég get borðað mig vel sadda með góðri samvisku.

Saturday, November 10, 2012

Megi allt verða hvítt

Tveir hlutir hér á heimilinu hafa verið að ergja mig mikið. Mér hefur fundist tré liturinn ekki passa í þeim aðstæðum sem að hlutirnir voru. Ég tók mig því til og málaði þá hvíta, sem hentar aðstæðunum mun betur.

Síðan fer líka að styttast í jólin og jólasnjóinn ... sem er reyndar kominn óþarflega snemma á sumum landshlutum.

Það þarf ekki mikið til þess að fá stóra breytingu. Bæði herbergin sem hlutirnir voru í og eru í breyttust umtalsvert með einungis þessari litlu og kostnaðarlitlu breytingu.