Saturday, November 10, 2012

Megi allt verða hvítt

Tveir hlutir hér á heimilinu hafa verið að ergja mig mikið. Mér hefur fundist tré liturinn ekki passa í þeim aðstæðum sem að hlutirnir voru. Ég tók mig því til og málaði þá hvíta, sem hentar aðstæðunum mun betur.

Síðan fer líka að styttast í jólin og jólasnjóinn ... sem er reyndar kominn óþarflega snemma á sumum landshlutum.

Það þarf ekki mikið til þess að fá stóra breytingu. Bæði herbergin sem hlutirnir voru í og eru í breyttust umtalsvert með einungis þessari litlu og kostnaðarlitlu breytingu.






Fyrri hluturinn var karfa sem var inni á baðherbergi. Þar sem henni var ætlað að vera þar áfram var nauðsynlegt að velja málningu sem þolir raka vel, líkt og veggmálningin.




Seinni hluturinn var bókahillan inni í herbergi eldri stráksins. Mér fannst hún aldrei eiga heima þar í þeim lit sem hún var í. Ég tók hana því niður, pússaði, grunnaði og málaði með hvítri lakkmálningu. Er svo ánægð með útkomuna og drengurinn er líka í skýjunum yfir þessar "rosa fallegu hillu" eins og hann orðar það sjálfur.


No comments:

Post a Comment