Wednesday, September 18, 2013

Hollt nammi

Þessar kókoskúlur eru alveg sjúklega góðar! Upphaflega uppskriftin var allt öðruvísi en ég var alltaf að betrum bæta og endaði þá með alveg nýja uppskrift og langaði að deila með ykkur þessu góðgæti!

Döðlukókoskúlur

2 dl þurrkaðar döðlur
2 msk vatn 
 - Hitað saman í potti og stappað saman þegar það hitnar. Þá er agave sýrópinu bætt út í, potturinn tekinn af hitanum og klárað að stappa döðlurnar
1/2 dl agave sýróp

Í skál er blandað saman (hrært saman)
2 1/2 til 3 dl kókosmjöl
2 dl haframjöl
4 msk kakó

Þessu tvennu er síðan blandað saman, mótaðar litlar kúlur og velt upp úr kókosmjöli. Geymist best í kæli og þá eru þær líka aðeins stífari.

Verði ykkur að góðu :)

Kveðjur og kossar, Hilja

No comments:

Post a Comment