En ég er að vinna í því að gera lista og hugmyndir yfir gjafir til að gera sjálfur. Mér finnst það persónulega mun skemmtilegri jólagjafir. Ég set þetta inn í hollum og ég vonast til þess að fyrsti hluti líti dagsins ljós fyrir lok júlí. En það eru vonir og væntingar, sjáum til hvort það gangi eftir.
Vildi líka deila með ykkur þessari síðu Card making and paper craft . Ég er algjörlega sokkin ofan í hana, ekki af því að ég er mikið í því að gera kort heldur möguleikana sem þessi síður býður upp á til að skapa eitthvað algjörlega nýtt. Ef þið eruð heppin deili ég kannski með ykkur nokkrum hugmyndum og útfærslum bráðlega. En það er verkefni 2 sem ég er með í gangi.
3 verkefnið sem ég er með er að sauma mér flík, ég setti það á sumarlistann (sjá hér)og ætla mér að standa við það enda eitt af því sem mig langaði mikið til að gera áður en vinna hefst á ný.
Spurning um að fá sér einn vænan bolla af kaffi og þykjast slaka á....................
No comments:
Post a Comment