Þegar ég og Bjössi (maðurinn minn) byrjuðum að búa keyptum við okkur hornsófa í Rúmfatalagernum sem var einnig svefnsófi. Hann var líkt og sniðinn inn í íbúðina okkar á þeim tíma en eftir nokkra flutninga var farið að sjást nokkuð á honum og hann farinn að liðast í sundur. Smám saman hurfu hlutar af honum, fyrst önnur tungan og síðan hornið þannig að eftir stóð einungis svefnsófahlutinn af honum. og að lokum var hann allur tættur í sundur til að gegna öðrum hlutverkum. Þrátt fyrir mikla leit gat ég ekki fundið almennilega mynd af honum en Google bjargar öllu og þar fann ég mynd af honum eins og hann leit upphaflega út.
En þar eyðir hann orðið dágóðum hluta af sínum tíma þegar hann er inni í herberginu sínu og mesta stuðið er auðvitað að hoppa ofan af hvítu Ikea einingunni (sjá mynd) ofan á dýnuna.
En við vorum ekki búin að nýta allt sem við ætluðum okkur ... því okkur vantaði sessur á útistólana okkar og því var um að gera að nýta svampana úr sófanum og gera þá að stólsessum.
Hér má sjá stólinn eins og hann leit fyrst út og svo eftir að svampurinn hafði verið sniðinn á og saumað utan um hann.
Ég er nokkuð ánægð með hin nýju hlutverk svefnsófans ... þó svo að hann sé ekki lengur svefnsófi er hann enn að gegna mikilvægu hlutverki í lífi okkar, 6 árum eftir kaup.
No comments:
Post a Comment