Sýnishorn A |
Endilega skiljið eftir ykkar álit hér fyrir neðan. Ég er svo óákveðin að ég veit ekkert hvaða leið ég ætti að fara svo að ég kann að meta að fá þína skoðun.
Ég ætlaði að setja einnig með framkvæmd púðans, þannig að ef þig langaði að gera einn slíkan þá getur þú fylgt þessu ...
Ég byrjaði á að puttaprjóna 2 metra lengju, betra að hafa of langt heldur en of stutt. Ef þú vilt tvo liti að þá þarf auðvitað tvær lengjur.
Ég fór síðan eftir þessum leiðbeiningum við að gera hnútinn : HOW TO TIE A CARRICK BEND MAT
Ég klippti út tvo ferninga sem voru með 45 cm hliðar.
Festi hnútinn á framhlið annars ferningsins.
Lagði framhliðarnar saman og festi með títuprjónum. Saumaði svo þrjár hliðarnar saman en skildi eina eftir ósaumaða. Sneri svo réttunni út.
Fyllti púðann með tróði.
Saumaði með blindsaumi í höndunm frá sitt hvorum endanum en áður en ég lokaði alveg setti ég meira tróð inn til að fá þann stífleika sem ég vildi í púðann. Síðan má sjá á sýnishorni A hvernig útkoman varð.
Ein hugmynd í lokin ... að nýta gömlu lopapeysuna í púðagerð. Munið bara að sauma fyrst ferninginn á þann hluta af peysunni sem þið ætlið að nota og klippa svo meðfram saumnum að utanverðu svo að peysan rakni ekki upp.
Hildur mín, þú ert alveg ótrúleg ! Þvílíkt hugmyndaflug. Vóóó ég er með valkvíða ég held samt að ég velji: B, C, A :)
ReplyDeleteKnús
Sigurrós
Vá Hildur. Get sko ekki valið á milli. Þú ert snillingur :o)
ReplyDeleteKveðja, Ína.