Þeir sem þekkja mig vita ofur vel að þegar svona er sagt við mig geri ég allt til að breyta skoðun þeirra því ég veit að slíkur matur getur verið ofur góður. Ég braut því heilann yfir þessum 270 g af grísabógssteik sem ég átti eftir, skoðaði uppskriftir en fann ekkert spennandi. Sá reyndar nokkrar uppskriftir þar sem að grískjöt hafði verið rifið niður og blandað við BBQ sósu og sett á hamborgarabrauð. Þá fékk ég hugmyndina. Ég geri borgara úr þessu kjöti.
Ég setti í skál:
- 270 g af kjötikurlinu (sem var öll heildin hjá mér.
- Eitt pískað eggi
- 1 msk af Worcestershire sósu
- 20 g af smátt söxuðum lauk ... má alveg setja aðeins meira af honum en það fer bara eftir smekki og vilja fólks. Við sjálf viljum ekki of mikið af lauk í matnum.
Síðan er bara að hnoða þetta saman og búa til tvo hamborgara úr kjötinu og steikja á pönnu.
Áður en ég byrjaði á borgurunum útbjó ég léttvægari hasselback kartöflur, þ.e. skar bara örfáar ræmur og ekki djúpt niður, smurði með ólífuolíu, setti pipar og salt á þær og henti þeim síðan inn í ofn við 200°C í 30-40 mínútur. Þegar þær voru hálfnaðar með eldunartímann setti ég smá smjörklípu ofan á og tíu mínútum áður penslaði ég þær með því sem var í botninum á forminu.
Ég lýg því ekki ... þetta "upphitaða" kjöt varð að alveg virkilega góðum borgara.
Endurvinnsla?
Verði þér að góðu.