Ítalskt kartöflusalat
- 800 g kartöflur - skornar í báta
- smá olía til að setja yfir kartöflurnar
- salt og pipar
Setjið kartöflurnar í eldfast mót, setjið olíu yfir og salt og pipar. Blandið saman og bakið inni í ofni við 220°C í um 30 mínútur. Veltið þeim reglulega til. Þegar þær eru fullabakaðar, takið þær út úr ofninum og kælið. - 10 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir í smáa bita
- 1 dl af smátt saxaðri ferskri steinselju (helst flatlaufa)
- 1,5 dl valhnetur (má líka blanda valhnetum og pekanhnetum)
- 1 þríhyrningur parmesanostur, gróft rifinn.
Ristið hneturnar á bökunarpappír í ofni, ca. 4 mínútur í 200°C heitum ofni. Þær eiga að brúnast örlítið en alls ekki var svartan lit á sig. Kælið þær síðan örlítið og saxið í smærri bita. Blandið síðan öllum ofangreindum hráefnum saman.
- 1 dl olía (ólífu eða Isio)
- 1 msk dijon sinnep
- 2 msk balsamik edik
Pískið dressinguna vel saman og setjið yfir kartöflusalatið rétt áður en á að borða það, mér finnst fínt að gera það ca. 20-30 mínútum áður. Ef dressingin er látin vera of lengi í salatinu finnst mér það verða svolítið blautkennt.
Þetta hentar einstaklega vel með öllum grillmat ... algjört lostæti!
Verði ykkur að góðu, kv. Hilja
Fengið upphaflega hjá vinotek.is
Ommnomm!!! Verð að prófa þetta!
ReplyDeleteMmmm hlakka til að prufa þetta. Fer á sumarlistann :)
ReplyDeleteHlakka til að heyra hvað ykkur finnst :)
ReplyDelete