Hvað heldur ÞÚ að verði úr þessu ??? Lausnin kemur um helgina svo að fylgist með :)
Thursday, October 31, 2013
Monday, October 28, 2013
Beikonvafður kjúklingur fylltur með gráðaosti og döðlum!
Ég fór í boð á laugardagskvöldið þar sem frábær matgæðingur að nafni Begga bar fram hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum. Þar á meðal voru beikonvafðar döðlur sem fylltar voru með gráðaosti.
Út frá því fékk ég hugmyndina að þessum rétt, beikonvafðar kjúklingarúllur fylltar með döðlu-og gráðaostamauki. Ég bar þetta fram með heimatilbúinni hvítlaukssósu, hrísgrjónum og fersku salati. Svo ég segi sjálf frá þá var þetta GUÐDÓMLEGA GOTT. Ef þig langar að prófa þetta, endilega taktu þessa uppskrift með þér í eldhúsið.
Döðlu-og gráðaostafylltar kjúklingarúllur vafðar í beikon.
2 kjúklingabringur sem ég sker endilangt. Fletjið þær síðan út, t.d. með því að fá útrás með steikarpönnunni. :) Ég set stóran glæran plastpoka ofan á þær og lem þær til með pönnunni.
1/2 blár gráðaostur frá MS (má alveg vera aðeins meira, skemmir ekkert fyrir)
8-9 þurrkaðar döðlur
- Döðlurnar hitaðar í potti með 1 matskeið af vatni og maukaðar. Gráðaostinum hrærður við þar til hann er bráðnaður saman við.
Smyrjið maukinu ofan á bringurnar og kryddið með salti og pipar. Rúllið þeim upp og vefjið með beikoni. Setjið inn í ofn í 50 mín við 200°C og snúið reglulega svo að beikonið steikjist jafnt.
Njótið svo afskaplega vel!
Knús og Kram, Hilja
Út frá því fékk ég hugmyndina að þessum rétt, beikonvafðar kjúklingarúllur fylltar með döðlu-og gráðaostamauki. Ég bar þetta fram með heimatilbúinni hvítlaukssósu, hrísgrjónum og fersku salati. Svo ég segi sjálf frá þá var þetta GUÐDÓMLEGA GOTT. Ef þig langar að prófa þetta, endilega taktu þessa uppskrift með þér í eldhúsið.
Döðlu-og gráðaostafylltar kjúklingarúllur vafðar í beikon.
2 kjúklingabringur sem ég sker endilangt. Fletjið þær síðan út, t.d. með því að fá útrás með steikarpönnunni. :) Ég set stóran glæran plastpoka ofan á þær og lem þær til með pönnunni.
1/2 blár gráðaostur frá MS (má alveg vera aðeins meira, skemmir ekkert fyrir)
8-9 þurrkaðar döðlur
- Döðlurnar hitaðar í potti með 1 matskeið af vatni og maukaðar. Gráðaostinum hrærður við þar til hann er bráðnaður saman við.
Smyrjið maukinu ofan á bringurnar og kryddið með salti og pipar. Rúllið þeim upp og vefjið með beikoni. Setjið inn í ofn í 50 mín við 200°C og snúið reglulega svo að beikonið steikjist jafnt.
Njótið svo afskaplega vel!
Knús og Kram, Hilja
Sunday, October 13, 2013
Jólaskraut héðan og þaðan
Jólin nálgast og mig langaði að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að skrauti sem ég hef fundið hér og þar.
Ýtið bara á myndirnar og þær leiða ykkur þá á réttar slóðir.
Wednesday, September 18, 2013
Hollt nammi
Þessar kókoskúlur eru alveg sjúklega góðar! Upphaflega uppskriftin var allt öðruvísi en ég var alltaf að betrum bæta og endaði þá með alveg nýja uppskrift og langaði að deila með ykkur þessu góðgæti!
Döðlukókoskúlur
2 dl þurrkaðar döðlur
2 msk vatn
- Hitað saman í potti og stappað saman þegar það hitnar. Þá er agave sýrópinu bætt út í, potturinn tekinn af hitanum og klárað að stappa döðlurnar
1/2 dl agave sýróp
Í skál er blandað saman (hrært saman)
2 1/2 til 3 dl kókosmjöl
2 dl haframjöl
4 msk kakó
Þessu tvennu er síðan blandað saman, mótaðar litlar kúlur og velt upp úr kókosmjöli. Geymist best í kæli og þá eru þær líka aðeins stífari.
Verði ykkur að góðu :)
Kveðjur og kossar, Hilja
Döðlukókoskúlur

2 msk vatn
- Hitað saman í potti og stappað saman þegar það hitnar. Þá er agave sýrópinu bætt út í, potturinn tekinn af hitanum og klárað að stappa döðlurnar
1/2 dl agave sýróp
Í skál er blandað saman (hrært saman)
2 1/2 til 3 dl kókosmjöl
2 dl haframjöl
4 msk kakó
Þessu tvennu er síðan blandað saman, mótaðar litlar kúlur og velt upp úr kókosmjöli. Geymist best í kæli og þá eru þær líka aðeins stífari.
Verði ykkur að góðu :)
Kveðjur og kossar, Hilja
Monday, September 16, 2013
Gjafakarfa 3 af 8 : Bíókvöldið
Þá er komið að þriðju gjafakörfunni og í þetta skiptið er það bíókarfan. Hægt er að útfæra þetta fyrir fjölskyldur (hafa þá fjölskyldumyndir), par eða stelpu (þá chick flick myndir t.d. Pitch Perfect). Síðan má skipta út örbylgjupoppinu fyrir poppmaís ef þú veist að aðilinn sem á að fá körfuna notar maísinn en ekki örbylgjupopp.
Í þessari körfu er að finna camambert ost, ritz kex, 2 bíómyndir, 2 örbylgjupoppspokar, teppi og eitt kerti fyrir kósýheitin.
Það má vel bæta við körfuna, t.d. heimagert konfekt eða bara keypt súkkulaði, poppsalt eða jafnvel poppvél (ef þú ætlar að gera ofur veglega bíókörfu).
Þessi karfa kostaði 3.073,- krónur.
- Teppi úr Ikea. Hægt að fá teppi frá 750,- kr og upp í 4.990,- kr.
- Kerti úr Ikea. Voru 4 í pakka. Kostaði 394,- kr. Svo að eitt kerti er þá á tæpar 99 kr.
- Ritz kex og camembert ostur kostuðu um 600 kr.
- 6 pakka örbylgjupopp var á 369 kr svo að hver pakki er á 62 kr.
- Bíómyndir má fá frá 150,- kr og upp í kringum 3000 kr í Elko. Þessar voru á um 500 kr hver.
- að lokum er það karfan góða á 500 kr.
Með þessu innihaldi gæti hún farið dýrast í 9.313,- og þá bara með einni bíómynd með tveimur myndum væri það 12.313,- kr. Báðar þessar upphæðir eru orðnar of háar fyrir minn smekk en körfurnar eru yfirleitt hugsaðar til að vera á verðbilinu 3.000,- til 4.500,- kr.
Hlakka til að deila fleirum körfum með ykkur fljótlega ...
... með kveðjum og kossum, Hilja
Í þessari körfu er að finna camambert ost, ritz kex, 2 bíómyndir, 2 örbylgjupoppspokar, teppi og eitt kerti fyrir kósýheitin.
Það má vel bæta við körfuna, t.d. heimagert konfekt eða bara keypt súkkulaði, poppsalt eða jafnvel poppvél (ef þú ætlar að gera ofur veglega bíókörfu).
Þessi karfa kostaði 3.073,- krónur.
- Teppi úr Ikea. Hægt að fá teppi frá 750,- kr og upp í 4.990,- kr.
- Kerti úr Ikea. Voru 4 í pakka. Kostaði 394,- kr. Svo að eitt kerti er þá á tæpar 99 kr.
- Ritz kex og camembert ostur kostuðu um 600 kr.
- 6 pakka örbylgjupopp var á 369 kr svo að hver pakki er á 62 kr.
- Bíómyndir má fá frá 150,- kr og upp í kringum 3000 kr í Elko. Þessar voru á um 500 kr hver.
- að lokum er það karfan góða á 500 kr.
Með þessu innihaldi gæti hún farið dýrast í 9.313,- og þá bara með einni bíómynd með tveimur myndum væri það 12.313,- kr. Báðar þessar upphæðir eru orðnar of háar fyrir minn smekk en körfurnar eru yfirleitt hugsaðar til að vera á verðbilinu 3.000,- til 4.500,- kr.
Hlakka til að deila fleirum körfum með ykkur fljótlega ...
... með kveðjum og kossum, Hilja
Wednesday, September 11, 2013
Fyrir þau litlu
Verð að deila með ykkur þessum yndislegu hugmyndum sem ég hef fundið og hæfa yngri kynslóðinni.
Sætasta húfa í heimi!!! Verð að gera þessa við tækifæri :)
Er ekki alltaf að verið að henda pappakössum? Nýtum þá í að gera hús fyrir börnin.
Smá fyrir blómaprinsessuna :)
Saturday, August 31, 2013
Góðar hugmyndir héðan og þaðan
Héðan og þaðan ... skemmtilegar hugmyndir sem ég hef fundið annars staðar og langar að deila með ykkur :) Smellið bara á myndirnar til að fara á síðuna.
Indíánatjald í herbergið fyrir litlu indíánana okkar ....
Tilvalið að tína köngla í haustgöngutúrunum og föndra þessa krúttuðu uglu ...
Veitingastaður fyrir fuglana þegar veturinn gengur í garð ...
Skemmtileg tilbreyting á þessum pappírsskermum ....
Nýttu kaffikorgið í kókos-og kaffiskrúbb í sturtuna ...
Elska svona skemmtilegar hugmyndir og stundum langar manni að gera meira en maður kemst yfir, ætli það sé ekki oft þannig að manni finnst vanta nokkra klukkutíma í sólarhringinn....
Kossar, kram og knús, Hilja
Subscribe to:
Posts (Atom)