Sunday, October 7, 2012

Crazy 4 shoes

Ég er ein af þeim sem dýrkar skó. Mér finnst ég aldrei eiga nóg af þeim og ég stend mig stundum að því að horfa bara á þá og dást að þeim. En greyið skórnir mínir eiga engan almennilegan samastað og ég hef reynt að finna lausnir á því hvernig hægt sé að geyma þá á hentugan hátt.

Ég rakst á þessa lausn um daginn á www.epbot.com og finnst hún stórsniðug. Svona getur maður einnig nýtt rýmið fyrir neðan fataslárnar í fataskápnum og nýtt þessi herðatré sem maður fær alltaf með fötunum sínum úr fatahreinsun.

Leiðbeiningarnar má finna HÉR.

Friday, September 28, 2012

"Breytikall" húsmóðurinnar

Eigum við eitthvað að ræða það hversu sniðugt þetta er?! Við fjölskyldan vorum komin með himinhátt fjall af innkaupapokum (áður en það kom aftur bleyjubarn á heimilið) og vorum farin að endurnýta þá en þeir fóru fljótt að rifna svo að við fórum að taka líka poka úr þykku plasti en hann tekur afskaplega mikið pláss í veskinu manns.

Þess vegna finnst mér þetta svo sniðugt. Smá hólf fyrir kortið og símann (það eina sem maður þarf með sér inn í búðina) og þegar maður opnar stóra rennilásinn kemur heill sterklegur poki út!

Þetta kemur af Sew, Mama, Sew! og leiðbeiningarnar má finna HÉR.

Friday, September 21, 2012

Fljótandi bækur ...

http://dreamhomedesigns.net/
bookshelves-designs-ideas 
Ég er ein af þeim sem sé mikil verðmæti í bókum. Mér finnst gaman að eiga þær, geta horft á þær, gluggað í þær af og til og lesið þær aftur og aftur.

En þegar bókunum fjölgar þurfa þær alltaf meira og meira pláss. Svo ekki sé minnst á að maður vill yfirleitt reyna að hafa bókahillurnar sem hentugastar og fallegastar. Það fer síðan eftir því hvar bækurnar eiga að vera hvað hentar best. Til dæmist hentar það best í barnaherbergi að hafa bækurnar sýnilegar og í þeirri hæð sem gerir barninu auðvelt að skoða þær og velja.

Ég er búin að taka saman nokkrar skemmtilegar bókahillur og hugmyndir að bókahillum. Kannski að þú getir nýtt þér einhverjar af þessum hugmyndum ...

Tuesday, September 11, 2012

Fíllinn í næsta húsi

Lítil börn þurfa oft á tíðum mjúkan félaga í rúmið með sér á næturnar og í hvíldinni. Ég hef oft hugsað mér að gera eitthvert tuskudýr fyrir drengina mína og loksins fann ég þennan sæta fíl hér til hliðar sem ég get vel hugsað mér að gera.

Fann þennan sæta fíl hjá The Cheese Thief. Leiðbeiningar að gerð fílsins eru mjög góðar, framsettar i myndum og máli. Leiðbeiningarnar að fílnum má finna HÉR.

Tuesday, September 4, 2012

50 leiðir til að koma skipulagi á heimilið - 3. hluti

Þá er komið að síðasta hlutanum þar sem ég tek fyrir krakkaherbergið, skápana, skrifstofuna og geymsluna.







Sunday, September 2, 2012

50 leiðir til að koma skipulagi á heimilið - 2. hluti

www.homedit.com
Nú er komið að öðrum hluta skipulagsins. Síðast tók ég fyrir eldhúsið og baðherbergið. Núna er komið að stofunni og svefnherberginu. Fullt af sniðugum leiðum til að auka geymslurýmið þitt og gólfplássið.








Tuesday, August 28, 2012

50 leiðir til að koma skipulagi á heimilið - 1. hluti

Það eru margir staðir inni á heimilinu sem flokkast undir vannýtt pláss. Skúffur, skápar, veggir, loft og gólf bjóða upp á margs konar nýtingu til þess að geyma hluti. Hér er farið yfir 50 leiðir til þess að láta rýmið vinna fyrir sig. Ég skipti þessu upp í þrjá hluta og hér í fyrsta hlutanum fer ég yfir skipulag eldhússins og baðherbergisins.